Debatt

„Ef Ísland kemst í undanúrslitin þá förum við til Reykjavíkur og horfum á leikinn þar!”

Úr sjónvarpsherberginu til Arnarhóls-okkar eigin Íslendingasaga.

Dette er et debattinnlegg som gir uttrykk for skribentens holdninger og meninger. Du kan sende inn debattinnlegg til debatt@dagsavisen.no.

Fyrir fjórum leikjum síðan gaus þetta upp úr mér á sófanum heima. Ísland gegn Portúgal. Nánast óþekktur markmaður úr Bodø/Glimt gegn sjálfum Cristiano Ronaldo. Á öðrum bekknum þjálfari sem hefur verið í forsvari fyrir sex stór evrópsk lið og tvö landslið. Á hinum tannlæknir í hjáverkum frá Vestmannaeyjum. En það var líka svartidauði gegn púrtvíni og sprengiefni á gegn desert. Liðsheild gegn einstaklingum og ævintýri lítilmagnans.

Núna fjórum leikjum síðar er staðan sú að ég er búin að kaupa flugmiðana. (Eld)gosið sem hófst í sófanum heima og þetta loforð sem ég bjóst aldrei við að yrði að neinu, stefnir í fallegsta ævintýri sumarsins. Þáttakendur eru: Ég sjálfur, ein níu ára og ein tíu ára. (Mamman verður eftir heima með þessa fjögurra ára.)

Les kommentaren på norsk her!

Ég fékk ferð til Íslands í fertugsafmælisgjöf í fyrra. Við snæddum Lunda (ekki segja þessum fjögurra ára frá því.), sáum hveri gjósa (sem samkvæmt fyrrnefndum fjögurra ára lyktaði eins og prump) og tókum fjölskyldumyndir við Gullfoss og úr Hallgrímskirkju. Síðan svömluðum við í Bláa lóninu og fylgdumst með snjóum sem dreif niður á meðan.

Núna erum við búin að hlæja, fagna og gráta í þrjár vikur yfir þessum fjórum landsleikjum Íslands. Þessi níu ára gat ekki anað en falið sig í fanginu á mér síðustu mínúturnar gegn Austurríki. Íslendingar vörðust eins og víkingar og hún rétt gægðist á milli fingranna á sér og hvíslaði vongóð: „Ef einhver skorar núna, þá verður það Ísland.” Á sömu stundu keyrðu þeir í sókn og nokkrum mínútum síðar var boltinn kominn í mark.

Ég sjálfur, þessi fyrrnefnda níu ára og stóra systir hennar tíu ára fórum öll gjörsamlega upp á háa séið og gáfum hinum, nú heimsþekkta íslenska íþróttafréttamanni, Guðmundi Benediktssyni ekkert eftir.

Þessi fjögurra ára varð svo hrædd að hún fór að hágráta og mamman varð að hugga hana á meðan við hin héldum áfram fagnaðarlátunum. Hálfri mínútu síðar vorum við komin upp um hálsin á hvert öðru.

Fyrir áttaliðaúrslitin gegn Englandi vorum við  bara frekar örugg með okkur. Vålerenga trefillinn (sem er í sömu litum og Ísland) var kominn upp á sjónvarpið og þeir sem voru með aldur til fengu að vera á fótum til að horfa á boltann langt framyfir háttatímann. Þessi fjögurra ára svaf af sér fagnaðarlætin en setti svo á sig trefilinn og fann baráttusönginn Áfram Ísland á Ipadinum daginn eftir.

Við erum engan vegin tilbúin í segja skilið við þetta ævintýri og við viljum vera hluti af þessum sögulega viðburði. Þessvegna erum við búin að panta flugmiðana og ef Ísland vinnur Frakkland á morgun og kemst í gegnum undanúrslitin, þá verðum við mætt á Arnarhól til að fagna með þeim sem verða eftir í Reykajvík.

Einn vinur okkar og sonur hans eru búnir að lofa að koma með, ef til þess kemur. En ef þetta Evrópumeistara ævintýri er að fara fjúka burt eins og eitthvað öskuský, þá kannski verðum við bara heima. Eða komum okkur fyrir í Bláa lóninu og spjöllum um hvað þetta er búið að vera frábær keppni. Sama hvernig fer, þá eru þetta sögulegir atburðir fyrir þessa fjölskyldu sem hefur svo sannarlega gert íslensku fótboltahetjurnar að sínum. Áfram Ísland! Íslenski draumurinn. Ævintýrið heldur áfram.

(Oversettelse/ þýðingar: Rut Hermannsdóttir)

Mer fra: Debatt